þriðjudagur, 9. september 2008

Dagbók stofnuð

Jæja, þá er að byrja að "blogga". Þetta verður nú bara stutt og laggott að þessu sinni, eftir allt púlið við að finna réttu síðuna og koma þessu á laggirnar. Ein stutt gamansaga þó..:

Kunningi minn í lögreglunni þurfti einu sinni að stöðva ökumann, ekki fyrir of hraðan akstur heldur ... ehemm.. Hann ók mótorhjólinu upp að bílstjóraglugganum. Bílstjórinn, sem reyndist vera nunna, skrúfaði niður og spurði: "Var ekki allt í sómanum?"
Löggan svaraði: "Þú keyrir allt of hægt og það skapar hættu."
Nunnan: "En það stóð 30 á skiltinu."
Löggan: "Það er af því að þetta er vegur númer 30. Það má keyra á 90."
Nunnan biðst mikillega afsökunar. Á meðan tekur löggan eftir farþegunum, sem eru fjórar nunnur í viðbót, fölar og guggnar. Hann spyr hvort það sé örugglega í lagi með þær.
"Jú, jú. Við vorum bara að koma af vegi 317."

Engin ummæli: